Vinnudagur 2020

Gkb gkb • 18. maí 2020

Margar hendur vinna létt verk

Hinn árlegi vinnudagur Lóðafélagsins og Golfklúbbsins var haldinn um helgina, og það verður ekki deilt um það að það var met þátttaka! Það er talið að nærri 200 hendur hafi verið saman komnar. Ekki sakaði að veðrið verður eins og best verður á kosið.

Allar þessar mörgu hendur unnu létt verk, sem meðal annars var:
stígar rakaðir, tré snyrt, glerskilti hreinsuð og pússuð, róla máluð við skála, gömlu bekkirnir sem voru í húsinu á 1. pússaðir og borið á þá, borið á stóru auglýsingaskiltin á teigunum, lagað til niður við skemmu og rusl sett í gáminn, lagað til í áhaldahúsi, rusl týnt meðfram vegum, klárað að fylla í skurð þar sem rafmagn var lagt fyrir golfbíla, hrífur lakkaðar ásamt lengdarmælingar boxum, steypt fyrir nýju skilti á 11. og gengið frá því, lagðar nýjar hellur við Kiðjabergshúsið, klósettaðstaða á tjaldsvæði þrifin, nýja skemman ulluð.

Þegar öllu þessu var lokið var klárað að flagga við skála og upp við þjóðveg og svo voru veitingar í Golfskálanum.

Allir skulu hafa miklar þakkir fyrir þessa frábæru vinnu sem hér hefur verið innt af hendi, og við vitum að flestir klúbbar landsins öfunda okkur græn og gul þar sem sjaldan tekst þeim að safna svona skara.

Þetta er tvímælalaust forboði um frábært sumar!

Hér eru nokkrar myndir úr vélaskemmunni, en ég vil biðja þau ykkar sem hafa myndir að koma þeim til okkar (gkb@gkb.is) og svo munu þær verða birtar.
Eftir Valur Jónatansson 14. júlí 2025
Svanur Þór náði draumahögginu!
Eftir Valur Jónatansson 8. júlí 2025
Spilaði á 5 höggum undir aldri á lokadegi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 7. júlí 2025
Stuð og stemmning í lokahófi meistaramóts GKB
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Veðrið lék við keppendur í meistaramóti GKB!
Eftir Valur Jónatansson 5. júlí 2025
Metþátttaka í meistaramóti GKB
Eftir Valur Jónatansson 3. júlí 2025
Magnús og Bergljót leiða í 1. flokki karla og kvenna
Eftir Valur Jónatansson 2. júlí 2025
Gunnar Þór Heimisson klúbbmeistari karla GKB 2025!
Eftir Valur Jónatansson 1. júlí 2025
Meistaramótsvika GKB!
Eftir Valur Jónatansson 29. júní 2025
Aron Emil og Gunnar Þór léku á 68 höggum!
Eftir Valur Jónatansson 26. júní 2025
Veðurspáin lofar góðu!
Fleiri færslur